20 stiga hitamúr féll í gær

Í Landsveit.
Í Landsveit. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð.

Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Hvergi var veðrið betra en einmitt í uppsveitunum fyrir austan fjall og segja má að þær slóðir hafi verið heitur reitur.

Þannig mældist 19,6 stiga hiti á Hjarðarlandi í Biskupstungum og 19,2 stig í Árnesi í Hreppum. Niðri við ströndina gætti hins vegar hafgolu og hitastig þar náði því ekki sömu hæðum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert