Málið sent til héraðssaksóknara

Plötu var komið fyrir í stað rúðunnar sem brotnaði þegar …
Plötu var komið fyrir í stað rúðunnar sem brotnaði þegar maðurinn ók bílnum inn í flugstöðina. Ljósmynd/Isavia

Mál ungs karlmanns, sem ók bíl inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag, verður sent til héraðssaksóknara.

Þetta segir lögreglan á Suðurnesjum, sem vill ekkert frekar tjá sig um málið.

Maðurinn var yfirheyrður á sunnudaginn. Hann var í annarlegu ástandi þegar lögreglan veitti honum eftirför á Reykjanesbraut. Þegar talið var að eftirförinni væri lokið kýldi hann lögregluþjón sem ætlaði að færa hann í handjárn, hljóp að nærstöddum bíl og ók honum inn í flugstöðina.

Héraðssaksóknari mun taka við málinu.
Héraðssaksóknari mun taka við málinu. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert