„Eins og við var að búast“

Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður Landsbankans í Lúxemborg.
Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður Landsbankans í Lúxemborg. Mynd/Samsett-mbl.is

„Þetta er eins og við var að búast,“ segir Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður Landsbankans í Lúxemborg, sem var sýknaður fyrir dómi í París af ákæru um meintar blekkingar veðláns sem bankinn veitti.

Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformaður Landsbankans, var einnig sýknaður.

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vonar að málinu verði ekki áfrýjað 

„Auðvitað er ég mjög feginn að niðurstaðan er loksins komin og ég vonast til þess að saksóknari taki ekki þá ákvörðun að áfrýja, af því að málið liggur nokkuð skýrt fyrir,“ segir Gunnar, sem var ekki viðstaddur þegar dómurinn var kveðinn upp.

„Þessi rannsókn hefur verið í gangi í langan tíma. Eins og dómurinn kemst að niðurstöðu um hefur greinilega ekkert misjafnt komið í ljós í þeirri rannsókn þrátt fyrir allan þennan tíma og fyrirhöfn,“ bætir hann við.

„Þarna var aldrei neitt misjafnt gert og alveg rétt staðið að öllum málum í þjónustu bankans.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert