Síðasta Fokker-vélin kveður Ísland

Fokker-vélin undirbýr brottför frá Reykjavíkurflugvelli.
Fokker-vélin undirbýr brottför frá Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Síðasta Fokker-vél Air Iceland Connect flaug af landi brott frá Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þetta eru mikil tímamót hjá flugfélaginu því Fokker-vélar hafa verið í rekstri þess frá árinu 1965, eða í yfir hálfa öld. 

Flugvélinni var flogið til Hollands þar sem nýir eigendur frá Kanada taka við henni. Margir kassar með viðhaldsskýrslum og öðrum pappírum sem tengjast vélinni fylgdu með í fluginu.

Bryndís Lára Torfadóttir flugmaður, Stefán Þórarinsson flugvirki og Guðjón H. …
Bryndís Lára Torfadóttir flugmaður, Stefán Þórarinsson flugvirki og Guðjón H. Gunnarsson flugstjóri á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Árni Sæberg

Vélin sem tók á loft í morgun er Fokker-50 sem kallast TF-JMS. Hún er síðust af fjórum Fokker-50 vélum sem kanadíska fyrirtækið Avmax keypti af Air Iceland Connect.

Bryndís Lára Torfadóttir flugmaður og Guðjón H Gunnarsson flugstjóri áður …
Bryndís Lára Torfadóttir flugmaður og Guðjón H Gunnarsson flugstjóri áður en vélin tók á loft. mbl.is/Árni Sæberg

Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, er TF-JMS ein af þeim vélum sem kom ný til landsins árið 1991. Flestar voru Fokker-vélarnar sex í eigu flugfélagsins en tvær þeirra voru seldar fyrir nokkrum árum. Hinar fjórar bættust svo í hópinn á þessu ári.

Framleiðsla á vélunum hætti árið 1995 og var kominn tími á endurnýjun á flotanum. Í staðinn voru keyptar Bombardier Q400-flugvélar.

Viðhaldsskýrslur og aðrir pappírar sem tengjast vélinni fóru með í …
Viðhaldsskýrslur og aðrir pappírar sem tengjast vélinni fóru með í ferðalagið. mbl.is/Árni Sæberg
Fokker-50 á flugbrautinni í morgun.
Fokker-50 á flugbrautinni í morgun. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert