Línan ekki lögð í göngin

Mikill vatnshiti í göngunum Eyjafjarðarmegin gerir lagningu jarðstrengja illmögulega.
Mikill vatnshiti í göngunum Eyjafjarðarmegin gerir lagningu jarðstrengja illmögulega. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Er mögulegt að leggja rafstreng um Vaðlaheiðargöng? Þetta er einn af þeim möguleikum sem velt er upp í tillögu að matsáætlun fyrir Hólasandslínu 3 sem er 220 kV raflína sem Landsnet hyggst leggja milli Akureyrar og Hólasands norðan við Mývatn.

Í matsáætluninni er þessari spurningu svarað neitandi. Fram kemur að lagnaleið frá Rangárvöllum (spennistöð) norður fyrir Akureyri að Sandgerðisbót og um sæstreng yfir fjörðinn gæti verið um 8 kílómetra löng.

Vaðlaheiðargöng með vegskálum verði um 7,5 km. Samtals séu þetta um 15,5 km af strengjum sem er lengra en núverandi kerfisaðstæður ráða við, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Reiknað er með því að Vaðlaheiðargöngin verði tekin í notkun á árinu 2018.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert