Sögufrægt hús Samfylkingar sett á sölu

Lárusarhús. Óskað er eftir tilboðum í þetta sögufræga hús á …
Lárusarhús. Óskað er eftir tilboðum í þetta sögufræga hús á Akureyri Ljósmynd/Hvammur

„Eins og staðan er í dag fer stór hluti af fé flokksins í að standa undir eðlilegum rekstrarkostnaði og viðhaldi en nú er komið að miklu viðhaldi. Við fengum því leyfi frá félagsfundi til að kanna hvar við stöndum og hvað okkur stendur til boða.“

Þetta segir Jóhann Jónsson, formaður stjórnar Samfylkingarinnar á Akureyri, í Morgunblaðinu í dag. Athygli hefur vakið að Lárusarhús var nýlega auglýst til sölu. Um er að ræða sögufræga eign á Eyrinni á Akureyri þar sem lengi var rekin Eyrarbúðin.

Lárus Björnsson trésmiður reisti húsið árið 1945 og færði Alþýðubandalaginu að gjöf 1975. Húsið færðist inn í Samfylkinguna við stofnun hennar. Lárusarhús stendur á horni Eiðsvallagötu og Norðurgötu og er 402,7 fermetrar að stærð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert