Veltan jókst um 44% á Árborgarsvæðinu

Árborgarsvæðið séð úr háloftunum.
Árborgarsvæðið séð úr háloftunum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Velta á fasteignamarkaði á Árborgarsvæðinu var um 12,7 milljarðar á fyrstu 34 vikum ársins, sem var rúmlega 44% aukning milli ára.

Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár Íslands og er miðað við þinglýsta kaupsamninga. Til samanburðar jókst veltan um 24% á Suðurnesjum og um 14% á höfuðborgarsvæðinu.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Sævar Pétursson, löggiltur fasteignasali hjá Eignamiðlun Suðurnesja, eignir stoppa stutt á söluskrá. Eftirspurnin sé mikil. Kaupmáttur íbúanna sé góður sem birtist í því að langflestir umsækjendur standist greiðslumat.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert