Yfir 20 stig á föstudag

Þetta er ekki slæm spá fyrir Norður- og Austurland.
Þetta er ekki slæm spá fyrir Norður- og Austurland. Veðurstofa Íslands

Veðurspáin gerir ráð fyrir að hitinn fari yfir 20 stig í sólinni á Norður- og Austurlandi á föstudag en ekki verður svo hlýtt á Suður- og Vesturlandi vegna skýja. Þetta er meðal þess sem kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands í morgun.

„Í dag verður vestangola og víða léttskýjað með hita 13 til 17 stig. Það verður hins vegar skýjað með vesturströndinni og hiti þar um 10 stig. 

Í nótt bætir í vindinn og verður suðvestan 8-15 m/s á morgun, hvassast á Norðvesturlandi og einnig má búast við varasömum vindhviðum við Öræfajökul. Það verður skýjað og einhver súldarvottur af og til, en á austanverðu landinu hangir hann þurr og eitthvað sést til sólar. 
Á föstudag er áfram búist við suðvestanátt og hlýr loftmassi er þá orðinn ríkjandi yfir landinu,“ segir enn fremur á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Vestlæg átt 3-8 m/s í dag og víða léttskýjað, en skýjað með vesturströndinni. 
Bætir í vind í nótt, suðvestan 8-15 á morgun. Skýjað og súld af og til, en þurrt á austanverðu landinu og bjart með köflum. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast á Suðausturlandi í dag, en Austurlandi á morgun.

Á fimmtudag:

Suðvestanátt, víða 10-15 m/s. Skýjað og lítils háttar væta, en þurrt á austanverðu landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austanlands. 

Á föstudag:
Suðvestan og sunnan 8-13 m/s. Skýjað og smásúld á Suður- og Vesturlandi með hita 11 til 14 stig. Léttskýjað á Norður- og Austurlandi með hita 15 til 22 stig. 

Á laugardag:
Sunnan 8-13 og rigning, en úrkomulítið norðanlands. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan. 

Á sunnudag:
Vestan og norðvestan 3-8, skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast suðaustan til á landinu. 

Á mánudag:
Breytileg átt 3-8 og skúrir í flestum landshlutum. Hiti víða 8 til 13 stig. 

Á þriðjudag:
Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og yfirleitt léttskýjað. Hiti 8 til 13 stig yfir daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert