22 stiga hiti fyrir norðan á morgun

Svona verður veðrið á hádegi.
Svona verður veðrið á hádegi. mbl.is/kort

Spár gera ráð fyrir allt að 22 stiga hita á morgun en hlýjast verður á Norðausturlandi og Austurlandi. 

Gert er ráð fyrir suðvestan 8-15 m/s á morgun, hvassast suðaustanlands. Búast má við snörpum vindhviðum í Öræfum og á Ströndum. Bjart verður á Norður- og Austurlandi en annars skýjað og sums staðar súld.

Gert er ráð fyrir því að hiti verði 12 til 22 stig en eins og áður segir gera spár ráð fyrir mestum hita á Norðaustur- og Austurlandi.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert