Bjarni hitti forsætisráðherra Finnlands á leiknum

Antti Zitting, forseti finnska körfuknattleikssambandsins, Kristján Þór Júlíusson, mennta- og …
Antti Zitting, forseti finnska körfuknattleikssambandsins, Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Hannes Jónsson, formaður KKÍ og Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ. Ljósmynd/Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra átti í dag óformlegan fund með forsætisráðherra Finnlands, Juha Sipilä, en fundurinn fór fram í Hartwell Arena íþróttahöllinni í Helsinki að loknum leik Íslands og Frakka á EM karla í körfubolta. 

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að Bjarni og Sipilä hafi rætt saman um kappleiki helgarinnar, stöðuna í stjórnmálum og efnahagsmálum landanna tveggja og samstarf Norðurlanda.

Á Facebook-síðu sinni segir Bjarni að þó að helgin hafi verið landsliðum Íslands í knattspyrnu og körfubolta nokkuð þung þá hafi það verið stórkostleg upplifun að fylgja landsliðunum og stuðningsmönnunum. Þannig hafi Sipilä haft á orði við Bjarna að eftir því væri tekið að stuðningsmannahópnum fylgdi mikil gleði og ekkert vesen. Þá efaðist Siplilä um að jafn margir Íslendingar hafi áður komið í einu til landsins.

Bjarni endar færslu sína á hvatningu til landsliðanna. „Svo er ekkert annað í stöðunni en að berjast! Tveir leikir eftir í körfunni í Helsinki og landsleikur hjá strákunum gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu heima á þriðjudag.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert