Rændur með rafbyssu

mbl.is/Þórður

Karlmanni var ógnað með rafbyssu í Hafnarfirði á tíunda tímanum í gærkvöldi og var hann rændur peningum sem hann var með á sér. 

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að málið sé til rannsóknar, en ekki er gefið upp hvort lögregla hafi haft hendur í hári gerandans, eða hvort grunur leiki á hver hann sé.

Þá var tilkynnt um eld í vespu við Mosaveg í Grafarholti um hálftíuleytið í gærkvöldi. Er talið hugsanlegt að kveikt hafi verið í henni.

Loks hafði lögregla afskipti af ökumanni á vespu við Kirkjustræti um eitt leitið í nótt. Sá var grunaður um að aka vespunni undir áhrifum fíkniefna, auk þess að hafa tekið hana ófrjálsri hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert