Álag á sérfræðingum

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir. mbl.is/Golli

„Við höfum ekki skýringu á þessu og verkefnið fram undan er að gera samanburðarrannsókn á stöðu sérfræðinga á íslenska vinnumarkaðnum og í nágrannalöndum okkar.“

Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og stjórnarformaður VIRK, spurð um hátt hlutfall sérfræðinga í hópi þeirra sem sækja sér endurhæfingu hjá VIRK.

Alls voru 2.230 einstaklingar í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK um allt land í lok ágúst, eða 19% fleiri en á sama tíma í fyrra þegar 1.870 einstaklingar nýttu sér þjónustuna. Alls eru 335 sérfræðingar í endurhæfingu hjá félaginu, eða um 15 prósent þeirra sem leita sér starfsendurhæfingar.

„Hér er álag gífurlegt á sérfræðinga, sérstaklega í stjórnendastöðum, t.d. hjá hinu opinbera sem ég þekki mjög vel til,“ segir Þórunn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert