Veiddu 5.200 eldisfiska í Tungulæk

Að veiðum í Tungulæk í Landbroti.
Að veiðum í Tungulæk í Landbroti. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

„Við erum búnir að vera að reyna að lágmarka áhrifin af þessu óhappi. Við erum búnir að vera með tvo menn þarna í nokkra daga sem eru búnir að fanga yfir 5.200 fiska og höfum lokið okkar aðgerðum að svo stöddu.“

Þetta segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um aðgerðir Fiskistofu í Tungulæk eftir slys í fiskieldisstöð Tungulax ehf. í Skaftárhreppi í síðustu viku.

Upphaflega var talið að um 200 eldisbleikjur hefðu sloppið úr fiskeldinu í Hæðarlæk, sem rennur í Tungulæk, sem er þekkt sjóbirtingsá en nú er ljóst að fjöldinn er mun meiri. „Þessi fiskur hefur augljóslega sloppið í Tungulækinn og þetta er augljóslega eldisfiskur,“ segir Eyþór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert