Fjórir tilnefndir til fjölmiðlaverðlauna

Jarðarberið kallast verðlaunagripur fjölmiðlaverðlaunanna sem er hannaður af Finni Arnari …
Jarðarberið kallast verðlaunagripur fjölmiðlaverðlaunanna sem er hannaður af Finni Arnari Arnarssyni.

Dómnefnd hefur tilnefnt fjóra til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Verðlaunin verða veitt þann 15. september í tengslum við Dag íslenskrar náttúru, sem haldinn hefur verið hátíðlegur á afmælisdegi Ómars Ragnarssonar þann 16. september frá árinu 2010 þegar Ómar fagnaði sjötugsafmæli sínu.

Tilnefnd til verðlaunanna eru þau Bergljót Baldursdóttir, Sunna Valgerðardóttir og Arnhildur Hálfdánardóttir fyrir fréttaskýringar fréttastofu RÚV um loftslagsmál, Áslaug Karen Jóhannsdóttir fyrir fréttaskýringar um loftslagsmál í Stundinni, Ævar vísindamaður fyrir fjölbreytta umfjöllun um náttúru og umhverfismál í þáttunum Ævar vísindamaður á RÚV og Birgir Þór Harðarson fyrir umfjöllun um loftslagsmál í Kjarnanum. Nánari rökstuðning dómnefndar fyrir valinu má finna á vef Stjórnarráðsins.

Í dómnefnd sitja Ragna Sara Jónsdóttir formaður, Jón Kaldal og Snæfríður Ingadóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert