Aðalmeðferð í Metro-hnífstungumáli

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Í dag fór fram í Héraðsdómi Reykjakenns aðalmeðferð í máli sem héraðssaksóknari höfðaði á hendur 17 ára pilti vegna tilraunar til manndráps. Þar sem pilturinn er undir lögaldri var þinghald í málinu lokað.

Hann er ákærður fyrir að hafa þann 3. apríl síðastliðinn stungið þrítugan karlmann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Metro á Smáratorgi í Kópavogi, í bakið vinstra megin, með afleiðingum að hann hlaut lífshættulega blæðingu í brjósthol og í kviðarhol, djúpan skurð á vinstra nýra og minniháttar loftbrjóst.

Pilturinn flúði af vett­vangi eft­ir árás­ina, en var hand­tek­inn af lög­reglu skömmu síðar ásamt öðrum manni sem einnig var tal­inn tengj­ast mál­inu. Honum var hins vegar slepp að yfirheyrslum loknum. Árásin virtist hafa verið tilefnislaus.

Þá er pitlurinn einnig ákærður fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalögum með því að hafa haft í vörslu sinni þann 13. nóvember síðastliðinn 0,94 grömm af amfetamíni og 0,24 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Efnin fundiust við leit í íbúð sem ákærði hafi til umráða.

Er þess krafist að pilturinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en brotaþoli gerir einnig einkaréttarkröfu í málinu. Hann krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða honum 2,5 milljónir króna í miskabætur, auk 480 þúsund króna í sakaðabætur ásamt vöxtum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert