Varað við hviðum undir Vatnajökli

Veðurútlit á hádegi í dag.
Veðurútlit á hádegi í dag.

Norðanátt verður á landinu í dag 5-13 m/s, en allhvöss eða hvöss austast á landinu þar sem hún verður 13-20 m/s, en annars mun hægari. Varar vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni við að hviður við fjöll geti farið yfir 30 m/s, einkum suður af Vatnajökli og á sunnanverðum Austfjörðum.

Það verður léttskýjað sunnan- og vestanlands, en útlit er fyrir dálitla rigningu eða súld á Norðaustur- og Austurlandi.

Á morgun verður norðvestan- og vestanátt 5-15 m/s og hvassast austast. Útlit er fyrir að það verði bjart með köflum, en rigning norðaustanlands í fyrstu. Hiti verður á bilinu 5 til 13 stig að deginum og verður hlýjast syðst.

Búast má við vestan kalda og úrkomulítið á föstudag. Um helgina er síðan útlit fyrir sunnanátt með rigningu á vestanverðu landinu, en þurru og hlýju veðri norðaustan- og austanlands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert