Vændi er vaxandi starfsemi

Stóra systir berst gegn aðgerðarleysi gagnvart mansali og vændi á …
Stóra systir berst gegn aðgerðarleysi gagnvart mansali og vændi á Íslandi. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

„Vændi er orðið stór iðnaður á Íslandi og vaxandi og einnig eru hér kjöraðstæður vinnumansals, þ.e. bæði uppgangur og skortur á vinnuafli,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur í dag ráðstefnu um mansal undir heitinu Þrælahald nútímans og miðla sjö erlendir sérfræðingar af reynslu sinni og þekkingu á þessari stærstu ráðstefnu um mansal sem haldin hefur verið hérlendis.

„Um er að ræða einstaklinga sem hafa mikla þekkingu og reynslu af baráttunni gegn mansali, lögreglumenn, saksóknara og sérfræðinga í vinnu með fórnarlömbum, segir Alda í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Erfitt að fá sakfellingu

Henrik Holm Sørensen, yfirmaður mansalsrannsókna í Danmörku, er einn þeirra sérfræðinga sem ávarpa ráðstefnuna en að hans sögn eru mansalsmál bæði mann- og tímafrek í rannsókn. „Okkar reynsla er einnig sú að erfitt getur reynst að fá sakfellingu á grundvelli mansals. Þetta eru erfið mál sem kalla á þolinmæði og nokkurn mannskap til að rannsaka.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert