Bjarni tilkynnir þingrof fyrir Alþingi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína fyrir tæpri viku og …
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína fyrir tæpri viku og tilkynnti um þingrof í dag. mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson hefur tilkynnt á Alþingi að þing verði rofið og að almennar kosningar fari fram sama dag. Forsætisráðherra vísaði til 24. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að forseti lýðveldisins geti rofið Alþingi og skuli þá stofnað til kosninga áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið og 21. gr. laga um kosningar til Alþingis sem kveður á um að forseti Íslands ákveði kjördag þegar Alþingi er rofið. Samkvæmt 13. gr. stjórnarskrárinnar lætur forsetinn ráðherra framkvæma vald sitt. 

Í ræðu sinni sagði forsætisráðherra alla þekkja aðdraganda þess að hann hefði í dag lagt fyrir forseta það bréf sem hann las upp en upplestur bréfsins fyrir Alþingi er formsatriði. 

Þing verður rofið hinn 28. október næstkomandi og kosið verður til Alþingis þann sama dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert