Borgin fjarlægi reiðhjólastand

Standurinn er merktur lággjaldaflugfélaginu Wow air.
Standurinn er merktur lággjaldaflugfélaginu Wow air. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fasteignafélagið Reginn mun fara þess á leit við Reykjavíkurborg að reiðhjólastandur, sem komið var fyrir í Austurstræti um helgina, verði fjarlægður.

Standurinn er merktur flugfélaginu WOW air og geymir reiðhjól sem ætluð eru til útleigu. Nær hann frá gatnamótum Pósthússtrætis og Austurstrætis og ögn lengra en sem nemur inngangi verslunar Pennans-Eymundssonar.

Á jarðhæð Austurstrætis 16, á mótum gatnanna tveggja, er starfræktur veitingastaðurinn Apótekið og er húsið í eigu Regins. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, reiðhjólastandinn takmarka aðgengi viðskiptavina og hamla starfsemi í vörumóttöku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert