Bátsverjar vistaðir í fangaklefa

Neyðarlínunni barst tilkynning um lítinn bát í einhverjum vandræðum, flautar í sífellu og siglir í hringi, er sagður á móts við Borgartún um klukkan 22 í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var vegna bátsins og björgunarsveitir kallaðar út strax en útkall þeirra afturkallað klukkan 22:30 en þá var báturinn kominn í Snarfarahöfn.

Á bátnum voru tveir karlmenn og eru þeir grunaður um að hafa siglt bátnum undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Þeir voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem tekin voru blóðsýni úr þeim og þeir síðan vistaðir í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins, segir í dagbók lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert