Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

Vangreiddu launin námu tæplega 1,7 milljónum króna fyrir störf á …
Vangreiddu launin námu tæplega 1,7 milljónum króna fyrir störf á 11 mánaða tímabili. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Kona sem starfaði við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. höfðaði mál til heimtu vangoldinna launa. Deilt var um það hvort samið hefði verið um rofinn vinnutíma, en fyrir lá að ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur milli aðila í samræmi við ákvæði kjarasamnings um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum sem giltu um starfskjör konunnar. 

Í kjarasamningnum var kveðið á um að í ráðningarsamningi skyldi koma fram ef sérstaklega væri samið um vinnutíma, meðal annars rofinn vinnutíma. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að sönnunarbyrði um það hvort samið hefði verið um rofinn vinnutíma hvíldi á vinnuveitandanum og hefði sú sönnun ekki tekist og var því fallist á kröfu konunnar. 

Vangreiddu launin námu tæplega 1,7 milljónum króna fyrir störf á 11 mánaða tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert