Á fullt erindi til Strassborgar

Sex af sjö dómurum voru sammála í niðurstöðu sinni. Aldrei …
Sex af sjö dómurum voru sammála í niðurstöðu sinni. Aldrei fyrr hafa sjö dómarar dæmt í sakamáli við Hæstarétt. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Niðurstaðan í þessu er þannig að mér sýnist að þetta mál eigi fullt erindi til Mannréttindadómstólsins,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður í Morgunblaðinu í dag.

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra yfir karlmanni sem taldi ekki fram um 87 milljónir króna í fjármagnstekjur. Um var að ræða tekjur af sölu hlutabréfa og uppgjör á framvirkum samningum. Brotin áttu sér stað árin 2008 og 2009 og tóku til tekjuáranna 2007 og 2008.

Maðurinn var sakfelldur og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Honum var jafnframt gert að greiða tæplega 14 milljónir króna í sekt. Dómsins hefur verið beðið enda er talið að hann geti verið fordæmisgefandi og haft áhrif á fjölmörg mál sem héraðssaksóknari hefur til rannsóknar. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að allt að 100 málum hafi verið slegið á frest þar til niðurstaða í þessu máli lægi fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert