Fjórtán alvarleg atvik á spítalanum

Fjórtán alvarleg atvik hafa komið upp á árinu.
Fjórtán alvarleg atvik hafa komið upp á árinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjöldi skráðra alvarlegra atvika á Landspítalanum er orðinn fjórtán það sem af er þessu ári, samkvæmt nýútkomnum Starfsemisupplýsingum spítalans sem ná frá byrjun janúar til loka ágúst.

Yfir sama tímabil í fyrra voru alvarleg atvik í starfsemi spítalans tólf talsins. Atvikin eru frá engu upp í þrjú á mánuði í ár, eru þau flest í febrúar, júní og ágúst, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn Elísabetar Benedikz, yfirlæknis gæða- og sýkingavarnadeildar Landspítalans, þýðir alvarlegt atvik að sjúklingur hafi orðið fyrir varanlegum miska eða látist af völdum þjónustunnar. Hún vildi ekki gefa upp nákvæmari greiningu á atvikunum sem hafa komið upp í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert