Langvía, teista, lundi og fýll meðal nýrra tegunda á válista yfir fugla í hættu

Langvía er á válistanum.
Langvía er á válistanum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Margar tegundir sjófugla eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fugla sem hætta steðjar að. Langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, hvítmávur, rita, og kría eru þarna á meðal.

Einnig sílamávur, en stofn hans hrundi líkt og fleiri sem lifa á sílum gerðu á árunum 2004-2005.

Æðarfugl, rjúpa og kjói eru fuglategundir sem eru nærri því að komast á válistann en þar eru tjaldur og stelkur sem færast ofar. Þá eru vísbendingar um að snjótittlingurinn eigi nokkuð í vök að verjast, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. .

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert