Ný höfn í Nuuk og flutningar breytast

Höfnin er mikið mannvirki, reist á eyjum rétt utan við …
Höfnin er mikið mannvirki, reist á eyjum rétt utan við Nuuk. Þar geta stór flutningaskip lagst við bryggju án nokkurra vandkvæða og athafnað sig.

Íslendingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við byggingu nýrrar stórskipahafnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, sem vígð verður við hátíðlega athöfn í dag. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er rösklega 11 milljarðar íslenskra króna.

Tryggt hefur verið að allir gámaflutningar til og frá landinu fari um Sikuki Nuuk-höfnina nýju, að því er fram kemur í umfjöllun um hafnargerð þessa og möguleika hennar í Morgunblaðinu í dag.

Grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line er stórt í flutningum til og frá landinu. Þá er Eimskip að hasla sér völl á þessum markaði, en allt er þetta hluti af áherslubreytingum í flutningastarfsemi. Skipafélögin tvö hafa nú með sér töluvert samstarf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert