Siglingar við Eyjar eru í óvissu

Röst siglir ekki gangi spár um ölduhæð við Eyjar eftir.
Röst siglir ekki gangi spár um ölduhæð við Eyjar eftir.

Ölduspá fyrir Landeyjahöfn gefur tilefni til þess að norska ferjan Röst, afleysingaskip sem leigt var í stað Herjólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum.

Leyfið sem skipið hefur er bundið við siglingar í Landeyjahöfn og ef úfið er í sjó þar fer Röst hvergi, enda hefur skipið ekki heimild til að sigla í Þorlákshöfn. Ef spáin gengur eftir er því veruleg óvissa með næstu daga, sagði á Facebook-síðu Sæferða-Eimskips í gærkvöldi.

Ljóst er að viðgerðirnar á Herjólfi sem nú standa yfir tefjast eitthvað fram í október, meðan beðið er varahluta í gír skipsins. Á meðan verður notast við Röst sem hefur undanþágu til að sigla á C-hafsvæðinu milli lands og Eyja út septembermánuð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert