Snúa þarf við blaðinu

Nemandi við logsuðu í Iðnskólanum í Reykjavík.
Nemandi við logsuðu í Iðnskólanum í Reykjavík. mbl.is/RAX

Verði ekki snúið af braut núverandi stefnumörkunar stjórnvalda og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar mun samfélagið allt bíða af því tjón.

Þetta fullyrða iðnmeistararnir Helgi Steinar Karlsson og Sigurður Már Guðjónsson í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þeir segja að ástandið í málefnum iðnmenntunar hafi vernsnað eftir að hagsmunasamtök atvinnulífsins náðu yfirráðum yfir báðum iðnskólunum á höfðuðborgarsvæðinu og hófu að breyta námsskipulaginu undir hatti Tækniskóla atvinnulífsins án samráðs við iðnmeistara. Þeir vara við þeirri stefnu í starfsmenntun sem boðuð er í Hvítbók menntamálaráðuneytisins frá 2014, sérstaklega hugmyndinni um þrepaskipt starfsnám í stað hefðbundins iðnnáms.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert