Þjóðverjar ganga til kosninga í dag

AFP

Kjörstaðir voru opnaðar í Þýskalandi í morgun klukkan sex að íslenskum tíma, eða klukkan átta að staðartíma, en Þjóðverjar kjósa til þings í dag.

Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fái um 35 prósent atkvæða, en flokkurinn hefur misst töluvert fylgi undanfarnar vikur. Gert er ráð fyrir því að Jafnaðarmenn, samstarfsflokkur hennar í ríkisstjórn, fái rúmlega 20 prósent atkvæða. Gæti það orðið til þess að óbreytt stjórnarmynstur haldist eftir kosningar.

Þá hefur flokkur þjóðernissinna, Nýr valkostur fyrir Þýskaland aukið fylgi sitt mikið. Flokkurinn gæti orðið þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningar, en hann hefur verið að mælast með 11 til 13 prósent fylgi í síðustu skoðanakönnunum. Meðal helstu stefnumála flokksins eru að berjast gegn straumi flóttamanna til Þýskalands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert