Hellirigning á Suðurlandi

Svona verður staðan á hádegi.
Svona verður staðan á hádegi. mbl.is/kort

Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur.

Vindur verður 10-15 m/​s á morg­un og talsverð eða mikil rigning verður á suðausturhluta landsins. 

Gert er ráð fyrir því að það lægi annars staðar en þó má gera ráð fyrir vætu með köflum. Hiti verður á bilinu 8 til 15 stig en hlýjast verður á Norðurlandi eystra.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert