Braust inn í bílskúr tvo daga í röð

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 60 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir tvær tilraunir til þjófnaðar. Maðurinn játaði að hafa 10. maí og aftur 11. maí brotist inn í bílskúr í Reykjavík og reynt að stela þaðan búnaði til motocross-iðkunnar; fatnaði, hjálmum og fleiri munum. Í bæði skiptin stóð húsráðandi manninn að verki.

Maðurinn á að baki sakaferil allt til ársins 2000 og var síðast dæmdur í mars á þessu ári til sex mánaða fangelsisrefsingar fyrir þjófnað, umferðarlaga- og fíkniefnabrot auk þess sem hann var sviptur ökurétti ævilangt.

Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða 107 þúsund krónur í þóknun til verjanda síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert