Hundruð félaga í rannsókn

Undandregnir skattstofnar vegna eigna Íslendinga í skattafylgsnum geta numið hundruðum milljóna. Þetta kemur fram í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit.

Þar er rifjað upp að skattrannsóknarstjóri keypti hinn 19. mars 2015 gögn með upplýsingum um eignir Íslendinga í skattafylgsnum fyrir 200 þúsund evrur án virðisaukaskatts. Þar hafi verið 585 félög sem tengjast 389 einstaklingum. Skattrannsóknarstjóra hafi nokkrum sinnum boðist slík gögn til kaups.

Á grundvelli umræddra upplýsinga hafi ríkisskattstjóri athugað skattskil 203 skattaðila. Vegna hinna keyptu gagna hafi ríkisskattstjóri hækkað opinber gjöld um 149 milljónir króna. Minnsta hækkun var um tvær milljónir en mesta hækkun um 67 milljónir króna. Af 203 málum sem hafin var skoðun á hjá ríkisskattstjóra séu líkur á að 183 mál verði endursend skattrannsóknarstjóra. Málin séu þess eðlis að eftirlitsheimildir ríkisskattstjóra nægi ekki til að halda þeim áfram, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert