Samfelld úrkoma fyrir austan á morgun

Ekki mun rigna jafnmikið og fyrr í vikunni.
Ekki mun rigna jafnmikið og fyrr í vikunni. mbl.is/kort

Veðurspár gera ráð fyrir tíðindalitlu veðri í nótt. Snemma í fyrramálið fer að rigna á Suðausturlandi og skömmu síðar á Austfjörðum.

Eins og áður kom fram hefur dregið úr úr­komu á suðaust­an­verðu land­inu í dag. Uppstyttan varir þó ekki lengi, þótt ekki sé gert ráð fyrir jafnmikilli rigningu og fyrr í vikunni.

Það mun rigna með köflum víðast hvar á morgun, en samfelld og jafnvel talsverð úrkoma suðaustanlands og á Austfjörðum. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast sunnanlands.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert