Útlit fyrir áframhaldandi rigningu

Veðurútlit á hádegi í dag.
Veðurútlit á hádegi í dag.

Áfram er búist við rigningu á suðaustanverðu landinu og á Austfjörðum í dag, en ekki er þó útlit fyrir sama úrkomumagn og féll sums staðar í gær. Það styttir upp austantil síðdegis en útlit er fyrir dálitla vætu á Norðurlandi fram á kvöld. Allvíða verður bjartviðri suðvestan- og vestanlands. 

Búast má við vaxandi norðaustan- og austanátt, 5-13 m/s, seint í nótt og í fyrramálið. Þá verður rigning með köflum víðast hvar, en samfelld úrkoma með suðaustur- og austurströndinni. Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig og verður hlýjast syðst í dag.

Næstu daga er ekki útilit fyrir annað en lægðir haldi áfram að ganga upp að landinu með vætu, þá einkum á suðaustanverðu landinu og því er allt útlit fyrir að vatnavextir verði nokkuð viðvarandi, a.m.k. fram yfir helgi. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert