Oddi hættir prentun innbundinna bóka

Staflar sem þessi munu senn heyra sögunni til í prentsmiðjunni …
Staflar sem þessi munu senn heyra sögunni til í prentsmiðjunni Odda. mbl.is/Ómar Óskarsson

Prentsmiðjan Oddi mun á næsta ári hætta framleiðslu á innbundnum bókum. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að miklar launahækkanir undanfarinna ára og sterkt gengi krónu valdi því að framleiðslan stendur ekki undir sér.

Oddi hefur um áraraðir bundið inn bækur en stærstur hluti þeirra er fluttur úr landi. Fyrirtækið mun þó halda áfram að prenta kiljur.

Stutt er síðan greint var frá því að Forlagið, stærsti bókaútgefandi landsins, hygðist prenta þorra jólabóka sinna í Finnlandi þetta árið en þær hafa hingað til verið prentaðar hjá Odda. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, segir bókamarkaðinn fara minnkandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert