Söguleg hús til sölu í miðbænum

Íslenska auglýsingastofan er nú til húsa við Laufásveg 49-51.
Íslenska auglýsingastofan er nú til húsa við Laufásveg 49-51.

Laufásvegur 49-51 hefur nú verið auglýstur til sölu en það er eitt reisulegasta húsið í Þingholtunum. Er þar í raun um tvö hús að ræða með tengibyggingu.

Voru húsin reist af bræðrunum Sturlu og Friðriki Jónssonum og er byggingarárið 1924. Einar Erlendsson byggingameistari teiknaði þau bæði. Samanlagt eru húsin 786 fm og þau standa á 1.442 fm lóð. Fasteignamat þeirra árið 2018 verður rúmar 248 milljónir króna.

Íslenska auglýsingastofan hefur um langt árabil haft starfsemi sína í húsunum, en breska sendiráðið leigði húsin áður í um fjörutíu ár. Í þorskastríðum Íslands og Bretlands kom nokkrum sinnum til mótmæla við sendiráðið. Við útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur enduðu mótmæli með því að nær allar rúður hússins voru brotnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert