Telja að áfram verði hægt að selja norðurljósin

Norðurljósadans á lofti yfir Borgarfirði.
Norðurljósadans á lofti yfir Borgarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég tel að minnkandi virkni muni ekki hafa afgerandi áhrif á ákvörðun ferðamanna um að koma til að skoða norðurljós á Íslandi,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi, en fyrirtækið er eitt margra sem þróað hafa norðurljósaferðir fyrir erlenda ferðamenn.

Því er spáð að virkni norðurljósa fari minnkandi næstu árin og verði í lágmarki á árunum 2020 til 2021. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að náttúruleg sveifla sé í virkni norðurljósa og haldist hún í hendur við virkni sólar. Hringurinn gengur yfir á um 11 árum, miðað við reynsluna. Virknin var í hámarki á árunum 2013 til 2014 og hefur verið góð síðan.

Sævar bendir á að þegar sé ljóst að veturinn í ár verði góður og býst hann við að næsti vetur verði það líka en svo fari að draga úr. Lágmarkið ætti að verða 2020 til 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert