Tveir menn í gæsluvarðhald í viku

Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir menn, sem voru handteknir vegna hnífstunguárásar í íbúðar­hús­næði í Æsu­felli í Reykja­vík í gær­kvöldi, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í viku. Hvorugur þeirra hefur játað verknaðinn. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og hefur yfirheyrt töluverðan fjölda fólks sem var meðal annars gestkomandi í íbúðinni sem árásarmennirnir réðust inn í.  

Maðurinn sem var stunginn er ekki í lífshættu. Lögreglan yfirheyrði hann í dag og mun halda áfram næstu daga. Atburðarásin liggur ekki fyrir, að sögn Einars Guðbergs Jónssonar lögreglufulltrúa. 

Frétt mbl.is: Maður stung­inn í heima­húsi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert