Dópaður og próflaus undir stýri

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan stöðvaði för ökumanns á Digranesvegi í Kópavogi á fimmta tímanum í morgun. Reyndist ökumaðurinn vera sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku. 

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um útafakstur á Vífilstaðavegi en þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar.  Ekki urðu slys á fólki en minniháttar tjón á ökutækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert