Ólafur áfram skólameistari FÁ

Fjölbrautaskólinn við Ármúla.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Ljósmynd/fa.is

Ólafur H. Sigurjónsson verður áfram í starfi skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, varð við áskorun skólanefndar og starfsfólks Fjölbrautaskólans við Ármúla þar sem óskað var eindregið eftir því að ráðningu nýs skólameistara yrði frestað til loka skólaárs. 

Tímabundin setning Ólafs H. Sigurjónssonar í starf skólameistara FÁ hefur verið framlengd til 31. júlí 2018.  Ráðherra hefur tekið ákvörðun um að hætta við ráðningu í embætti skólameistara Fjölbrautskólans við Ármúla að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert