Virkjunin prófuð á fullu afli

Enn er fjöldi manna að störfum inni í stöðvarhúsi virkjunarinnar …
Enn er fjöldi manna að störfum inni í stöðvarhúsi virkjunarinnar og við lagningu háspennulínu til Húsavíkur. mbl.is/Helgi Bjarnason

Enn eru töluverðar framkvæmdir á Þeistareykjum, hjá verktökum Landsvirkjunar og Landsnets. Búið er að tengja virkjunina við raforkunet landsins og prófanir eru hafnar. Vélin var keyrð á fullu afli í fyrradag.

Prófanir með gufu inn á hverfil 1 í Þeistareykjavirkjun hófust 28. september. Vélin var tengd inn á netið 1. október og í fyrradag fór hún í fyrsta skipti í fullt álag, 45 megawött. Í prófunum framleiðir vélin orku inn á netið, en ekki samfellt. „Prófanir hafa gengið vonum framar,“ segir Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri, í Morgunblaðinu í dag.

Prófanir munu standa yfir fram um miðjan mánuðinn en þá fær Landsvirkjun vélina afhenta til reynslureksturs. Áætlað er að hún verði tekin í hefðbundinn rekstur 1. desember. Formleg gangsetning virkjunarinnar er áætluð um miðjan nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka