„Ég lifi bara þennan dag og svo kemur næsti“

Guðrún Sveinsdóttir ásamt fjölskyldu sinni í 100 ára afmælisveislunni.
Guðrún Sveinsdóttir ásamt fjölskyldu sinni í 100 ára afmælisveislunni. Ljósmynd/Leifur Wilberg

„Þetta er nú ekkert orðið stórafmæli, það verða svo margir 100 ára nú orðið. Það kom bara rétt fyrir að einn og einn varð hundrað hérna í gamla daga,“ sagði Guðrún Sveinsdóttir þegar blaðamaður hringdi í hana og falaðist eftir viðtali í tilefni af 100 ára afmæli hennar í gær.

Þó að Guðrúnu hafi ekki þótt tilefnið stórmerkilegt lét hún tilleiðast í viðtal enda hin hressasta og á auðvelt með að tala í síma.

Guðrún fæddist 9. október 1917 á Útverkum á Skeiðum en fór sem kornabarn í Fljótshlíðina og ólst upp í Hallskoti. Daginn sem hún varð 18 ára giftist hún Guðmundi Pálssyni. Þau kynntust í vinnumennsku að Breiðabólstað en Guðmundur var uppalinn að Lambalæk. Þau hófu búskap sinn að Hróarslæk á Rangárvöllum en brugðu búi 1947 og fluttust að Hvolsvelli. Guðmundur lést árið 1974, tæplega sjötugur. Guðrún flyst þá aftur í Fljótshlíðina en þegar hún er rúmlega sjötug fær hún pláss á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og hefur búið þar síðan. Guðrún og Guðmundur eignuðust einn son, Leif, sem varð áttræður nýverið. Afkomendur hans eru orðnir tíu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert