Fasteignafélag með Herkastalann

Herkastalinn.
Herkastalinn. mbl.is/Árni Sæberg

Eigendaskipti hafa enn orðið á Herkastalanum, hinu gamla húsi Hjálpræðishersins við Kirkjustræti.

Hefur fasteignafélagið Heild, sem er á vegum Gamma verðbréfasjóða, keypt eignina, en Pálmar Harðarson, fjárfestir hjá Þingvangi, og Orit Feldman-Dahlgren eignuðust húsið í ársbyrjun 2016 þegar Hjálpræðisherinn flutti út.

Að sögn Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóra hjá Heild, standa upphafleg áform fyrri eigenda, að breyta húsinu í hótel, enn, en ekki liggur fyrir hver útfærslan verður né hvenær hafist verður handa um framkvæmdir og nýtt hótel opnað. Hafi ýmsir sýnt áhuga á að taka húsið á leigu fyrir hótelstarfsemi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert