Vegabréfin prentuð í Póllandi næstu ár

Ný vegabréf.
Ný vegabréf. mbl.is/Golli

Ríkiskaup hafa fyrir hönd Þjóðskrár Íslands samið við pólska fyrirtækið PWPW um prentun vegabréfabóka næstu 8 árin, en síðustu 18 ár hefur kanadíska fyrirtækið CBN séð um prentun bókanna.

Tilboð PWPW nam um þriðjungi af kostnaðaráætlun og verða nýju vegabréfin tekin í notkun eftir um eitt ár.

Einnig var ákveðið að semja við ísraelska fyrirtækið Supercom um kerfi til að persónugera vegabréfin, en það er sama fyrirtæki og hefur lagt til slíkt kerfi sl. 11 ár. Vegabréfadeild Þjóðskrár mun áfram sjá um persónugerð vegabréfanna með aðstoð nýja kerfisins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert