Krefjast gagna frá sýslumanni

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Þrír fulltrúar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafa krafist þess að nefndin fái afhent öll gögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins á Stundina og Reykjavík Media. Það eru Píratarnir Jón Þór Ólafsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, fulltrúa VG í nefndinni.

Vísað er í lögum um þingsköp þar sem fram kemur að ef að minnsta kosti fjórðungur nefndarmenna krefjist aðgangs að gögnum frá stjórnvöldum, út af máli sem nefndin hafi til umfjöllunar, beri stjórnvald að verða við beiðni nefndarinnar eins skjótt og unnt er. Það skuli gert eigi síðar en sjö dögum frá móttöku beiðnarinnar.

Fundur nefndarinnar stendur enn yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert