Þrengt að umferð á morgun

Hafnarfjarðarvegur.
Hafnarfjarðarvegur. Ernir Eyjólfsson

Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða.

Loka þarf annarri akreininni til norðurs (í átt til Reykjavíkur) á milli kl. 12:00 og 17:00.  Vegfarendur eru beðnir að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu við akbrautina,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Í sömu tilkynningu kemur fram að vegna umferðaróhapps á Mývatnsöræfum sé Þjóðvegur 1, við afleggjarann að Dettifossi, lokaður. Rúta rann þar til og þverar veginn.

Stöðva þarf umferð í stutta stund á Reykjanesbraut daglega, allt að þrisvar á dag, vegna sprenginga. Þar er unnið að mislægum vegamótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði.

Þá kemur fram að vegir á hálendinu séu flestir orðnir ófærir. Allur akstur er til að mynda bannaður á vegi 864, austan Jökulsár á Fjöllum, vegna skemmda á veginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert