Þjónusta 4.637 fatlaða einstaklinga

ljósmynd/norden.org

Sveitarfélög veittu 4.637 einstaklingum með fötlun þjónustu á 15 þjónustusvæðum og hafði þeim fækkað um 92 (1,9%) frá árinu áður. Af þeim var 1.591 barn 17 ára og yngri (34,3%).

Þegar á heildina er litið voru drengir og karlar fleiri en stúlkur og konur eða tæp 63%, enda voru þeir í miklum meirihluta í yngsta aldurshópnum (73%). Þjónustuþegar voru 1,4% landsmanna, 2,0% barna og 0,6% fólks 67 ára og eldra, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Í desember árið 2016 voru rúmlega 21% þessara einstaklinga í sérstökum búsetuúrræðum, rúm 15% í leiguhúsnæði í eigu sveitarfélaga eða félagsamtaka, en tæp 47% bjuggu hjá foreldrum eða ættingjum. Af 18 ára og eldri voru rúm 32% í sérstökum búsetuúrræðum og rúm 19% í leiguhúsnæði í eigu sveitarfélaga eða félagasamtaka.

Hér er hægt að skoða tölur um þjónustu sveitarfélaganna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert