Ytra borð Hljómskálans nú friðað

Hljómskálinn setur svip á umhverfið.
Hljómskálinn setur svip á umhverfið. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Hljómskálinn við suðurenda Reykjavíkurtjarnar, sem skrúðgarðurinn er kenndur við, hefur verið friðaður að ytra borði.

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hefur undirritað yfirlýsingu þar um, að því er fram kemur í umfjöllun um húsið áttstrenda í Morgunblaðinu í dag.

Bygging skálans hófst 1922 og hefur hann æ síðan verið nýttur til tónlistariðkunar. Húsið þykir borgarprýði, en var umdeilt í fyrstu og sagt skyggja á fjallasýn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  • Helgi Þór Gunnarsson Helgi Þór Gunnarsson: Ha!
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka