Hljómskálinn við suðurenda Reykjavíkurtjarnar, sem skrúðgarðurinn er kenndur við, hefur verið friðaður að ytra borði.
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hefur undirritað yfirlýsingu þar um, að því er fram kemur í umfjöllun um húsið áttstrenda í Morgunblaðinu í dag.
Bygging skálans hófst 1922 og hefur hann æ síðan verið nýttur til tónlistariðkunar. Húsið þykir borgarprýði, en var umdeilt í fyrstu og sagt skyggja á fjallasýn.