Í kosningasjónvarpi RÚV frá 1978

Bogi Ágústsson. Mynd úr safni Morgunblaðsins frá 1989.
Bogi Ágústsson. Mynd úr safni Morgunblaðsins frá 1989.

„Ég er búinn að vera í sjónvarpinu í 40 ár núna og fyrsta kosningasjónvarpið var 1978,“ sagði Bogi Ágústsson í kosningaspjalli í Magasíninu á K100. Bogi var kynnir kosningasjónvarpsins í mörg ár en sér nú um talnaspekina ásamt Ólafi Þ. Harðarsyni stjórnmálafræðiprófessor.

Minni tölvur reikna hraðar

Bogi segir margt hafa breyst við tölvur og tækni undanfarin ár en þó sé inntak kosningasjónvarpsins enn það sama, að koma tölum á framfæri eins fljótt og unnt er. Að þessu sinni verða tölur fluttar í beinni útsendingu frá talningastöðum í upphafi kosningavökunnar en þegar líða fer á kvöldið verða þær lesnar upp í myndveri.

Kosningakvöldið æft í marga daga

Bogi og Ólafur hafa unnið lengi saman við kosningasjónvarp RÚV. Bogi segir að þeir hafi æft þrotlaust undanfarna daga, þar sem þeir félagarnir hafi meðal annars farið yfir alla möguleika sem upp geta komið, til dæmis með tilliti til stjórnarsamstarfs í framhaldi kosninga.

Bogi og Ólafur í „sauðalitabandalaginu“

„Svo verð ég nú að játa það, og þeir sem þekkja okkur vita það svo sem, að það er mjög stutt í það að þessar umræður fari út í fótbolta. Við erum heitir stuðningsmenn liða sem eiga það sameiginlegt að spila í svart/hvítu. Ólafur kallar þetta sauðalitabandalagið, það er að segja hann er FH-ingur og ég KR-ingur,“ sagði Bogi Ágústsson brosmildur í hressilegu spjalli við Hvata og Huldu í Magasíninu á K100 sem sjá má að neðan. Þar lýsir Bogi meðal annars því sem fyrir augu ber á upptöku kosningasjónvarps RÚV frá 1995.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert