Byrja á Brúarvirkjun á næstunni

HS Orka samdi nýverið við Arion banka um fjármögnun verkefnisins. …
HS Orka samdi nýverið við Arion banka um fjármögnun verkefnisins. Höskuldur Ólafsson frá Arion og Ásgeir Margeirsson frá HS Orku. Ljósmynd/HS Orka

HS Orka hefur auglýst útboð á byggingu mannvirkja og tækjakaup vegna Brúarvirkjunar í Bláskógabyggð. Raunar hófust undirbúningsframkvæmdir í sumar, vegarlagning og aðstöðusköpun. Ásgeir Margeirsson forstjóri segir að framkvæmdir hefjist í haust og virkjunin hefji framleiðslu á fyrrihluta árs 2019.

Brúarvirkjun verður tæplega 10 MW vatnsaflsvirkjun í efrihluta Tungufljóts, fyrir landi Brúar. Aðal- og deiliskipulag gerir nú ráð fyrir virkjuninni og ráðist var í mat á umhverfisáhrifum þótt virkjunin sé undir mörkum og orkufyrirtækið hefði getað sleppt að fara í mat.

Í áliti sínu taldi Skipulagsstofnun að helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar fælust í breyttri ásýnd framkvæmdasvæðis og landslagi þess. Svæðið er að mestu leyti ósnortið og einkennist af Tungufljóti og vel grónum bökkum þess, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert