Hagnaðurinn minnkaði um 42,5%

Ferðamenn á Arnarhóli
Ferðamenn á Arnarhóli mbl.is/Árni Sæberg

Hagnaður hjá ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum og annarri bókunarþjónustu minnkaði um 42,5% milli ára 2015 til 2016. Þetta má lesa úr nýrri greiningu Hagstofu Íslands á afkomu félaga.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Alexander G. Eðvardsson, sérfræðingur á skatta- og lögfræðisviði KPMG, á að rekstrartekjur í þessum greinum hafi aukist um 18% milli 2015 og 2016 en laun um 38%.

„Ég myndi ætla að versnandi afkoma lægi í hærri fjármagnskostnaði, þ.e. vaxtagjöldum og gengistapi. Gengistapið skýrist af því að félögin hafa átt kröfur í erlendum gjaldmiðlum á sína viðskiptavini. Þessar kröfur verða verðminni þegar krónan styrkist og þá verður gengistap, en krónan styrktist um 15,7% gagnvart evru á árinu 2016.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert